Handbolti.org handbolti@handbolti.org

Coca Cola bikarinn | FH áfram eftir sigur á Aftureldingu

Steinunn Snorradóttir var markahæst í liði FH

Í kvöld tók FH á móti Aftureldingu í fyrstu umferð Coca Cola bikarsins. Þessi tvö lið mættumst um síðustu helgi og unnu þá FH tveggja marka sigur 24-26 eftir að hafa verið með mest sex marka forystu. Í leiknum urðu FH fyrir áfalli þegar Sigrún Jóhannsdóttir varð fyrir meiðslum og er orðið ljóst að hún verður ekki meira með á þessu ári.

FH – Afturelding 26-18 (12-9)

Leikurinn var mjög jafn framan af þar til um miðjan fyrri hálfleik þegar Afturelding missti Heklu Daðadóttur útaf meidda, sem virtist draga örlítið úr leik Aftureldingar, en þá náðu FH fjögra marka forystu 9-5 eftir að ná að skora þrjú mörk í röð. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 12-8 og kom þá kafli þar sem hvorugt liðanna náði að skora og var mikið um sóknarmistök hjá báðum liðum. Afturelding náði þó að minnka muninn í þrjú mörk á síðustu mínútunni og voru hálfleikstölur 12-9.

Í síðari hálfleik mættu FH mun sterkari til leiks og náðu að skora fimm mörk í röð og komumst sjö marka forystu 18-11 eftir tíu mínútna leik. Saga Sif Gísldóttir sem kom inná í mark FH í fyrri hálfleik var að verja mjög vel og komust FH því í nokkur hraðaupphlaup upp úr því. Um miðjan síðari hálfleik kom annar mjög góður kafli hjá FH og skoruðu þær fjögur mörk í röð og komust í tíu marka forystu 23-13. Seinustu átta mínútur leiksins voru mun jafnari og náðu Afturelding að minnka muninn örlítið með því að skora fimm mörk gegn tveimur og urðu lokatölur leiksins 26-18.

Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 6/4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4/1, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 3, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 2, Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir 1/1, Steinunn Guðjónsdóttir 1. Saga Sif Gísladóttir varði 13 skot, þar af eitt víti og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 2 skot.

Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 8/1, Telma Frímannsdóttir 5/1, Ingibjörg Jóhannesdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Hekla Daðadóttir 1, Dagný Birgisdóttir 1, Monika Budai 1. Brynja Þorsteinsdóttir varði 14 skot í markinu.

Nýjustu fréttirnar